
Almannaréttur
Rétturinn til að ferðast um landið er dýrmætur hluti af íslenskri menningu og sjálfsmynd. Hann byggir á trausti og gagnkvæmri virðingu, að við njótum náttúrunnar á sama tíma og við hjálpum til við að varðveita hana fyrir þá sem á eftir koma. Þetta þýðir að við sem ferðast um landið berum ábyrgð á því að virða náttúruna, dýralíf, gróður og eignir annarra.
Akstur utan vega
Samkvæmt náttúruverndarlögum er akstur vélknúinna ökutækja utan vega óheimill. Þó er heimilt að aka á slíkum tækjum á jöklum og snævi þakinni jörð utan vega utan þéttbýlis, svo lengi sem jörð sé frosin og ekki hætta á náttúruspjöllum. Náttúruverndarstofnun fer með eftirlit með framkvæmd laganna á friðlýstum svæðum.
Öryggi ferðafólks
Það geta skapast fjölmargar hættur á ferð um náttúru Íslands og ferðmenn þurfa að vera vakandi fyrir breyttum aðstæðum.
Slysavarnafélagið Landsbjörg heldur úti slysavarnaverkefninu Safetravel sem miðar að því að koma upplýsingum um öryggi til ferðamanna á Íslandi. Þar er meðal annars hægt að skrá farsímanúmer til þess fá viðvaranir beint í símann á ferð um landið.
Að auki eru settar inn daglegar viðvaranir á samfélagsmiðla Safetravel: Facebook, Instagram og Twitter.
