Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Verklegt skotpróf

Samkvæmt breytingu á lögum númer 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum og reglugerð númer 424/2012 er hreindýraveiðimönnum og leiðsögumönnum þeirra skylt að standast verklegt skotpróf áður en haldið er til hreindýraveiða.

Maður mundar byssu

Skotfélög með viðurkennda skotvelli sjá um framkvæmd skotprófa. Alls sjá 22 skotfélög um allt land um framkvæmdina með 97 tilnefnda prófdómara. Leyfishafar eru hvattir til að nýta sér æfingaaðstöðu þeirra og taka skotprófið fyrir 1. júlí hafi þeir fengið hreindýraveiðileyfi í fyrsta útdrætti, að öðru leyti sem fyrst eftir að hafa fengið endurúthlutað leyfi.

Verklagsreglur

Hér að neðan er umfjöllun um skotprófið og það helsta sem próftaki þarf að hafa í huga þegar haldið er í próf.

Skotvopnanámskeið

Í gegnum hlekkinn hér að neðan má nálgast upplýsingar um skotvopnanámskeið.