Ríkislögreglustjóri hefur gert samning við SKOTVÍS sem heldur nú utan um skotvopnanámskeið. SKOTVÍS og Náttúruverndarstofnun hafa gert samkomulag um að samnýta innskráningar- og prófakerfi til að byrja með.
Námsefni og skráning
Námsefnið og æfingapróf eru nú á netinu í Skotveiðiskóla SKOTVÍS. Þátttakendur skrá sig hjá Lögreglunni til að fá samþykki fyrir því að fara á námskeiðið – það er gert á Ísland.is. Því næst skal fara inn á gátt Náttúruverndarstofnunar með því að smella á örina hér að neðan til þess að skrá sig á námskeiðið, en þar má finna allar nauðsynlegar upplýsingar.

Kostnaður
Námskeiðið kostar 34.500 krónur. Lagt er inn á reikning 0516-04-763201 á kennitölu SKOTVÍS 620379-0269. Stuttu síðar berast aðgangsupplýsingar á netfangið sem skráð var við skráningu á gátt Náttúruverndarstofnunar.
Innifalið í námskeiðsgjaldinu er námsefni og æfingapróf, verklegt á skotvelli og prófgjald. Einnig er eitt upptökupróf innifalið en upptökupróf umfram það kosta 7.500 krónur hvert.
