Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Refir

Refir eru veiddir á Íslandi til varnar tjóni.

Refur gengur á klöpp

Fyrirkomulag veiða – Áætlanir og uppgjör

Náttúruverndarstofnun vinnur áætlun um refaveiðar til þriggja ára í senn. Stofnunin gerir samning við sveitarfélög um refaveiðar og endurgreiðslu á hluta kostnaðar sveitarfélaga vegna þeirra. Hlutfall kostnaðar sem sveitarfélög fá endurgreitt fer eftir íbúaþéttleika sveitarfélagsins (lægri þéttleika fylgir hærra hlutfall) og er háð fjárlögum.

Uppgjör fyrir 2023-2025 er væntanlegt snemma árs 2026 og áætlun fyrir tímabilið 2026–2028 fylgir í kjölfarið. Stefnt er að því að vinna stjórnunar- og verndaráætlun fyrir refi sem mun fela í sér gagngera endurskðun á veiðistjórnunarkerfi refs.

Áætlun um refaveiðar 2023 - 2025

Uppgjör áætlunar um refaveiðar 2020 - 2022
Áætlun um refaveiðar 2020 - 2022

Uppgjör áætlunar um refaveiðar 2017 - 2019
Áætlun um refaveiðar 2017 - 2019

Uppgjör áætlunar um refaveiðar 2014 - 2016
Áætlun um refaveiðar 2014 - 2016

Hvar má veiða refi?

Refi má ekki veiða á ákveðnum svæðum, sem skoða má í kortasjá með því að smella á örina hér að neðan.

Upplýsingar um refaveiðar á friðlýstum svæðum má almennt finna með því að skoða reglur hvers svæðis fyrir sig.

Refur í vetrarbúning í snjó
Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Vöktun og rannsóknir á refum

Náttúrufræðistofnun sinnir vöktun og rannsóknum á íslenska refastofninum. Veiðimenn gegna mikilvægu hlutverki í vöktuninni þar sem Náttúrufræðistofnun tekur við refahræjum frá þeim og kryfur og rannsakar. Á vef Náttúrufræðistofnunar má finna ýmsar fróðlegar og nytsamlegar upplýsingar um refi og rannsóknir á þeim.

Náttúrufræðistofnun - Almennt um refi

Náttúrufræðistofnun - Vöktun refastofnsins

Melrakkasetur Íslands stundar einnig rannsóknir á refum ásamt því að bjóða upp á fræðslu um tegundina og önnur spendýr í íslenskri náttúru. Á vefsíðu Melrakkasetursins má finna ýmislegt áhugavert efni.

Refur situr á steini
Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Lög og reglugerðir

Um veiðar á dýrum í náttúru Ísland gilda almennt lög númer 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. 12. grein laganna fjallar um refi.

Einnig hefur verið sett sérstök reglugerð um refa- og minkaveiðar, númer 437/1995.

Viðmiðunartaxtar launa og verðlauna

Hægt er að skoða viðmiðunartaxta launa, verðlauna og aksturs fyrir unna refi og minka með því að smella á örina hér að neðan.