Fyrirkomulag veiða
Mörg sveitarfélög eru með samninga minkaveiðimenn sem fá greitt frá sveitarfélaginu fyrir hvert unnið dýr. Samkvæmt lögum endurgreiðir Náttúruverndarstofnun allt að helmingi kostnaðar sveitarfélaga við minkaveiðar, háð fjárlögum og kostnaði við refaveiðar.

Vöktun og rannsóknir
Náttúrustofa Vesturlands rannsakar minkastofninn á Íslandi. Veiðimenn eru mikilvægur stuðningur við rannsóknirnar þar sem þeir senda afla sinn til Náttúrustofunnar til rannsókna. Lesa má meira um rannsóknir á mink á vefsíðu Náttúrustofunnar.
Minkur er skilgreindur sem ágeng tegund á Íslandi og hefur mikil áhrif á íslensk vistkerfi. Á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar má fræðast meira um tegundina.

Lög og reglugerðir
Um veiðar á dýrum í náttúru Ísland gilda almennt lög númer 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. 13. grein laganna fjallar um minka.
Einnig hefur verið sett sérstök reglugerð um refa- og minkaveiðar, númer 437/1995.
Viðmiðunartaxtar
Hægt er að skoða viðmiðunartaxta launa, verðlauna og aksturs fyrir unna refi og minka með því að smella á örina hér að neðan.
