Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Hornstrandir

Hið friðaða svæði er allt norðan Jökulfjarða, úr Hrafnfjarðarbotni og yfir í Furufjörð. Stærð svæðisins er um 600 ferkílómetrar

Aðgengi & þjónusta

Friðlandið á Hornströndum er staðsett nyrst á Vestfjörðum. Gestastofa fyrir friðlandið, Hornstrandastofa, er staðsett á Ísafirði. Tilkynningarskylda er inn á friðlandið til 15. júní ár hvert. Undanskildir tilkynningaskyldu eru land- og húseigendur á svæðinu. Hornstrandir eru magnað landsvæði nyrst á Vestfjörðum. Mörk friðlandsins eru um Skorarheiði milli Hrafnsfjarðar og Furufjarðar og nær friðlandið því yfir Hornstrandir og hluta af Jökulfjörðum, eða Sléttuhrepp og hluta af Grunnavíkurhreppi.

Skoða Hornstrandir á korti

Hér skal tilkynna sig inn á svæðið

Skoða þrívíddarkort af svæðinu

Gestastofa - Björnsbúð

Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og sýning um svæðið.

Hornstrandastofa
Silfurgata 1
400 Ísafirði

Sumaropnun (1. júní til 31. ágúst) 
Mánudaga til laugardaga frá klukkan 08:15:30

Vetraropnun
Opið eftir samkomulagi

Sími: 665-2810 / Netfang: hornstrandastofa@umhverfisstofnun.is / Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur

Aðgengi

Friðlýsing

Leiðarljós fyrir friðlandið á Hornströndum er að vernda víðfeðmt svæði með einstakri náttúru og dýralífi þar sem kyrrð ríkir og innviðir eru ekki áberandi. Á svæðinu skulu náttúrulegir ferlar vera ríkjandi án afskipta manna, með það að leiðarljósi að komandi kynslóðir hafi tækifæri til að njóta þess að upplifa slík svæði.

Árið 1975 voru Hornstrandir, Aðalvík, Rekavík bak Látur og Fljótavík ásamt hluta Jökulfjarða friðlýst sem friðland. Friðlandið á Hornströndum er 589 km2 að stærð og er staðsett á norðanverðum Vestfjörðum. 

Eitt af aðal einkennum friðlandsins er hve afskekkt það er og lítið mótað af umsvifum og ágangi manna. Innan svæðisins eru að finna mikilfengleg fuglabjörg, einstakt gróðurfar og menningarminjar sem standa sem minnisvarðar um tíðaranda og búsetuhætti sem liðnir eru undir lok. 

Markmið friðlýsingarinnar á Hornströndum er að vernda lífríki, jarðminjar og menningarminjar svæðisins. 

Friðlandið hefur hátt verndargildi bæði á íslenskan og alþjóðlegan mælikvarða þar sem svæðið er mikilvægt búsvæði fyrir fjölda fuglategunda auk þess sem friðlandið er eitt mikilvægasta búsvæði refa í Evrópu.

Hornstrandanefnd

Hornastrandanefnd er starfandi samráðsnefnd um málefni friðlandsins á Hornströndum.