Umsókn um CITES leyfi fyrir innflutning eða útflutning dýra eða plantna í útrýmingarhættu
Ísland er aðili að CITES sem er alþjóðlegur samningur um verndun plantna og dýra í útrýmingarhættu. Markmið samningsins er að sjá til þess að alþjóðaviðskipti og -flutningar með dýr og plöntur ógni ekki tilvist tegundanna í náttúrunni. Samningurinn tók gildi árið 1975 og Ísland gerðist aðili að honum árið 2000. Um 40.900 tegundir falla undir CITES samninginn og er verndin veitt með bæði vottunum og leyfisveitingum til inn- og útflutnings.
Framvísa verður CITES leyfum og vottorðum til landamærayfirvalda í hverju landi til að heimila flutning á milli landa. Vörur geta innihaldið fjölbreytt úrval af dýrum, plöntum eða hluta þeirra, hvort sem þau eru lifandi eða dauð, eins og til dæmis sem hluti af innihaldi lyfja, snyrtivara eða hljóðfæra. Einnig getur verið um gæludýr eða matvörur að ræða.

Leyfi fyrir myndatöku á friðlýstum svæðum og við hreiður fugla
Náttúruverndarstofnun veitir leyfi fyrir myndatöku við hreiður fugla á friðlýstum svæðum.
Umsókn um innflutningsleyfi framandi lífvera
Hægt er að sækja um innflutningsleyfi fyrir framandi lífveru í þjónustugátt Náttúruverndarstofnunar. Með umsókn um innflutningsleyfi þarf að fylgja áhættumat sem umsækjandi hefur aflað ásamt mati á hættu á því hvort viðkomandi lífverur séu ágengar og þeim áhrifum sem það kann að hafa á líffræðilega fjölbreytni. Ef lífverurnar eru fluttar til landsins í því augnamiði að dreifa þeim þarf umsóknin að taka bæði til innflutnings og dreifingar ásamt greinargerð um þau áhrif sem gera má ráð fyrir að dreifingin hafi á lífríkið.
Nánari leiðbeiningar um umsóknina má finna hér á vef Náttúruverndarstofnunar.
