Kökur
Til þess að vefir Náttúruverndarstofnunar virki eins og skildi er kökum (cookies) komið fyrir á tækið sem notað er til þess að skoða vefina. Þetta er gert til þess að bæta upplifun viðskiptavina, vinna tölfræði og gera vefina betri.
Hvaða upplýsingum er safnað?
Með því að nota kökur er hægt að geyma upplýsingar um aðgerðir og viðmót notenda (eins og til dæmis stærðir á letri, tungumál og innskráningar upplýsingar) í ákveðinn tíma þannig að notendur þurfi ekki að stilla þær í hvert sinn sem þeir heimsækja vefi Náttúruverndarstofnunar. Upplýsingarnar sem geymdar eru í þessu skini eru meðal annars:
· Fjöldi heimsókna
· Staðsetning og IP tölur
· Samskiptaupplýsingar
· Tegund vafra
· Tegund stýrikerfis
Hvernig er komið í veg fyrir að kökum sé komið fyrir í tækjum?
Hægt er að nálgast allar upplýsingar um hvernig kökur virka og hvernig hægt er að komast hjá notkun þeirra á þessari vefsíðu: http://www.allaboutcookies.org/
Hægt er að fjarlægja kökur sem hafa nú þegar verið settar á vafra í tölvum, spjaldtölvum og símum og einnig er hægt að stilla vafra á þann hátt að ekki er hægt að koma kökum fyrir á þessum tækjum. Nánari upplýsingar um þessa virkni er að finna á vefjum framleiðenda vafranna.
Persónuvernd
Náttúruverndarstofnun er annt um vernd og öryggi persónuupplýsinga viðskiptavina sinna og hagsmunaaðila.
Náttúruverndarstofnun safnar, skráir og geymir persónuupplýsingar viðskiptavina og hagsmunaaðila til þess að uppfylla kröfur sem fram koma í lögum og reglum um starfsemi stofnunarinnar.
Náttúruverndarstofnun fer að gildandi lögum og reglum sem tengjast persónuvernd í allri sinni starfsemi. Í persónuverndarstefnu Náttúruverndarstofnun eru settar fram þær grundvallarreglur sem stofnunin vinnur eftir við vinnslu persónuupplýsinga viðskiptavina, birgja, hagsmunaaðila, Gesta á friðlýstum svæðum, starfsmanna og annarra einstaklinga.
Hvaða upplýsingar eru persónuupplýsingar?
Persónuupplýsingar eru skilgreindar í lögum um persónuvernd nr. 90/2018. Til persónuupplýsinga teljast meðal annars nafn einstaklings, heimilisfang, netfang, símanúmer, IP tölur og allar aðrar upplýsingar sem gætu gefið til kynna hver einstaklingur er.
Náttúruverndarstofnun vinnur og geymir aðeins persónuupplýsingar sem þörf er á til þess að stofnunin geti sinnt lögbundnum verkefnum og heimild er fyrir í lögum.
Hver er ábyrgur fyrir vinnslu og vernd persónuupplýsinga hjá Náttúruverndarstofnun?
Náttúruverndarstofnun er opinber stofnun sem ber ábyrgð á allri vinnslu persónuupplýsinga í starfsemi stofnunarinnar. Hægt er að hafa samband við stofnunina á netfanginu nattura@nattura.is og á vef stofnunarinnar.
Hafir þú einhverjar spurningar um vinnslu eða öryggi persónuupplýsinga hjá Náttúruverndarstofnun má senda fyrirspurn á netfangið personuvernd@nattura.is eða hafa samband við stofnunina í síma eða bréf leiðis:
Náttúruverndarstofnun
Austurvegi 4
860 Hvolsvöllur
Sími 5566800
Hvernig og hvers vegna safnar Náttúruverndarstofnun persónuupplýsingum?
Hér fyrir neðan er fjallað um persónuupplýsingar sem Náttúruverndarstofnun geymir og í hvaða tilgangi þeim er safnað.
Hvernig berast persónuupplýsingar til Náttúruverndarstofnunar?
Persónuupplýsingar berast frá einstaklingum sem hafa samband við stofnunina og koma með einhverjum hætti að starfsemi hennar bæði sem einstaklingar og vegna starfs síns. Þær berast meðal annars með umsóknum og með fyrirspurnum en einnig í gegnum aðgang að skrám eins og til dæmis þjóðskrá og fyrirtækjaskrá. Þær geta borist á margskonar formi eins og til dæmis með tölvupósti, bréflega, á umsóknareyðublöðum og með rafrænum hætti til dæmis með skráningu í þjónustugátt stofnunarinnar eða við notkun á vefjum stofnunarinnar.
Á hvaða grundvelli byggir Náttúruverndarstofnun söfnun persónuupplýsinga?
Náttúruverndarstofnun hefur heimild í ýmsum lögum sem varða starfsemi stofnunarinnar til þess að safna og geyma persónuupplýsingar. Helstu lögin sem stofnunin starfar eftir eru listuð á vef stofnunarinnar.
Hverjir aðrir hafa aðgang að þessum upplýsingum?
Náttúruverndarstofnun þarf að leita til vinnsluaðila til þess að vinna og geyma fyrir sig persónuupplýsingar. Helstu aðilarnir eru:
Fjársýsla ríkisins
Hugvit
Origo
Microsoft
Umbra
Advania
Hvað geymir Náttúruverndarstofnun þessar upplýsingar í langan tíma?
Náttúruverndarstofnun fer að lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Allar persónuupplýsingar sem Náttúruverndarstofnun safnar, vinnur og geymir eru skilaskildar til Þjóðskjalasafns Íslands hvort sem þær eru hluti af skjalasafni eða gagnasöfnum stofnunarinnar. Stofnunin geymir upplýsingarnar í 30 ár eftir að þær eru myndaðar en þá tekur Þjóðskjalasafn við sem varðveisluaðili. Vörsluútgáfur hvers skjalavistunartímabils eru einnig sendar með reglulegu millibili til Þjóðskjalasafns. Ekki er hægt að fara fram á að stofnunin eyði persónuupplýsingum um einstaklinga þar sem lögin um opinber skjalasöfn kveða á um að þær séu varðveittar af stofnuninni og Þjóðskjalasafni Íslands.
Eru persónuupplýsingar sem Náttúruverndarstofnun geymir fluttar út fyrir lögsögu Evrópusambandsins eða EES svæðisins?
Náttúruverndarstofnun geymir og vinnur allar persónuupplýsingar innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Stofnunin á einungis viðskipti við vinnsluaðila sem starfa innan þessara svæða.
Hvaða réttindi hafa einstaklingar gagnvart persónuupplýsingum sem Náttúruverndarstofnun geymir?
Einstaklingar hafa rétt á því að fá aðgang að persónuupplýsingum sem geymdar eru um þá og rétt á leiðréttingu á þeim ef þær eru rangar. Þeir eiga rétt á því að fá upplýsingarnar afhentar á skipulegan hátt á algengu rafrænu formi.
Umsókn um aðgang að persónuupplýsingum hjá stofnuninni er hægt að nálgast á netfangi persónuverndarfulltrúa stofnunarinnar personuvernd@nattura.is og einnig ef það vakna upp einhverjar spurningar um persónuvernd í starfsemi stofnunarinnar.
Ávallt er hægt að leita til Persónuverndar með kvartanir og fyrirspurnir um persónuupplýsingar.
