Náttúruminjaskrá
Náttúruminjaskrá skiptist í þrjá hluta, A, B og C-hluti.
A-hluti er skrá yfir náttúruminjar og svæði sem hafa verið friðlýstar eða friðaðar.
B-hluti er framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár það er skrá yfir þær náttúruminjar sem Alþingi hefur ákveðið að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum.
C-hluti er skrá yfir náttúruminjar sem ástæða þykir til að friðlýsa eða friða.
Náttúrufræðistofnun sér um skráningu náttúruminja á náttúruminjaskrá.






