Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Stjórnunar- & verndaráætlanir villtra dýra og fugla

Stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir villt dýr og fugla eru stjórntæki sem stuðla að því að sátt ríki um nýtingu og verndun dýrastofna svo þeir séu sjálfbærir.

Loftmynd af hluta hreindýrahjarðar
Tvær hvítar rjúpur sitja á steini
Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Stjórnunar- og verndaráætlun rjúpu

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu er sú fyrsta sinnar tegundar fyrir dýrastofn á Íslandi. Hún er mikilvægur liður í því að stuðla að sjálfbærum veiðum og að rjúpnastofninn haldi sínu hlutverki sem lykiltegund í sínu vistkerfi. 

Stjórnunar- og verndaráætlun lunda

Vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlun lunda fór af stað árið 2023 með vinnustofu. Markmið vinnustofunnar var að móta sameiginlega sýn á verkefnið og tilgreina helstu þætti stefnumótandi stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir stofninn ásamt því að greina helstu hagsmunaaðila. Niðurstöður vinnustofunnar má lesa í tenglinum hér að neðan.

Hreindýr í fjalllendi með stór horn

Stjórnunar- og verndaráætlun hreindýra

Vinna við stjórnunar- og verndaráætlun hreindýra hefst í ársbyrjun 2026. Stefnt er að því að klára vinnuna á innan við tveimur árum í samráði við helstu hagsmunaaðila.

Helsingjar og ungar við vatn
Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Stjórnunar- og verndaráætlun helsingja

Ísland er aðili að AEWA, sem er alþjóðlegur samningur um verndun afrísk-evrasískra sjó- og vatnafugla, þar á meðal helsingja. Evrópski gæsastjórnunarhópurinn (EGMP), undir hatti AEWA, hefur verið gefin út stjórnunaráætlun fyrir helsingja, þar á meðal Austur-Grænlandsstofninn sem er sá stofn sem verpir eða kemur við hér á landi.