Hér fyrir neðan er hægt að nálgast útgefnar stjórnunar- og verndaráætlanir friðlýstra svæða í stafrófsröð.
Áætlanirnar eru mikilvægt stjórntæki í verndun friðaðra svæða.

Í stjórnunar- og verndaráætlunum eru sett fram grundvallarsjónarmið um verndun náttúru.

Fjallað er meðal annars um landnýtingu, vöktun, landvörslu og verndaraðgerðir á svæðunum.

Stjórnunar- og verndaráætlanir fjalla um hvernig eigi að viðhalda og auka verndargildi friðlýstra svæða.
Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Fyrsta útgáfa stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs var samþykkt árið 2011 og endurbætt í 2. útgáfu 2013. Í tengslum við ný svæði innan þjóðgarðs hafa verið unnir viðaukar vegna Krepputungu og Breiðamerkursands. Í ljósi þróunar í ferðamennsku, náttúruvernd og stjórnsýslu voru afmarkaðir þættir áætlunarinnar teknir til endurskoðunar 2021, áðurnefndir viðaukar prjónaðir við og ákvæði um veiðar á austursvæði tekin til endurskoðunar. Þar með varð til 3. útgáfa stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs sem tók gildi 5. júlí 2022.
-960x640.jpg&w=3840&q=80)