Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Stjórnunar- & verndaráætlanir friðlýstra svæða

Dynjandi áfangastaður
Reykjadalur hverasvæði

Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

Fyrsta útgáfa stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs var samþykkt árið 2011 og endurbætt í 2. útgáfu 2013. Í tengslum við ný svæði innan þjóðgarðs hafa verið unnir viðaukar vegna Krepputungu og Breiðamerkursands. Í ljósi þróunar í ferðamennsku, náttúruvernd og stjórnsýslu voru afmarkaðir þættir áætlunarinnar teknir til endurskoðunar 2021, áðurnefndir viðaukar prjónaðir við og ákvæði um veiðar á austursvæði tekin til endurskoðunar. Þar með varð til 3. útgáfa stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs sem tók gildi 5. júlí 2022.