Umsókn um leyfi til drónaflugs í afþreyingaskyni
Hægt er að sækja um leyfi til notkunar dróna í afþreyingarskyni í þjónustugátt Náttúruverndarstofnunar.
Á mörgum friðlýstum svæðum gilda sértækar reglur og tilmæli vegna dróna og þyrluflugs

Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson
Gæta verður að því að trufla ekki upplifun gesta með drónaflugi

Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson
Drónaflug er víða bannað á varptíma fugla
Á friðlýstum svæðum má fljúga dróna á ábyrgan og öruggan hátt, svo náttúran og dýralífið njóti verndar á meðan.
Á friðlýstum búsvæðum fugla þarf að hafa sérstaka aðgát samkvæmt lögum um náttúruvernd.
Hvort leyfi þurfi á eftirfarandi stöðum er háð árstíð, umfangi og tegund verkefnis. Hafðu samband við Náttúruverndarstofnun nattura@nattura.is fyrir frekari upplýsingar.
- Eldey - Óheimilt er að fara í eyna án leyfis Náttúruverndarstofnunar
- Friðland Svarfdæla
- Grótta - Friðlandið er lokað 1. maí-15. júlí
- Grunnafjörður
- Guðlaugstungur
- Hrísey í Reykhólahreppi - Óheimilt er að fara í eyna 15. apríl - 15. júlí án leyfis Náttúruverndarstofnunar
- Melrakkaey - Óheimilt er að fara í eyna án leyfis Náttúruverndarstofnunar
- Mývatn og Laxá
- Oddaflóð
- Salthöfði og Salthöfðamýrar - Ekki má nota vélknúin tæki í friðlandinu nema í sambandi við hefðbundna nýtingu þess
- Skrúður - Óheimilt er að fara í eyna án leyfis Náttúruverndarstofnunar
- Vestmannsvatn
