Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Áfangastaðir í hættu

Til að tryggja vernd friðlýstra svæða er fylgst reglulega með álagi og ástandi áfangastaða. Þessi flokkun veitir mikilvægt yfirlit yfir stöðu náttúruverndar á Íslandi og hjálpar til við að forgangsraða aðgerðum þar sem þörfin er brýnust.

Dyrhólaey gatklettur

Rauðir áfangastaðir

Áfangastaðir sem flokkast á rauðan lista eru metnir undir miklu álagi sem bregðast þarf við strax.

  • Innan Friðlands að Fjallabaki: Suðurnámur 
  • Innan Vatnajökulsþjóðgarðs: Námuvegur 
  • Innan Reykjanesfólkvangs: Vigdísarvellir og Vigdísarvallaleið

Appelsínugulir áfangastaðir

Á appelsínugulan lista flokkast áfangastaðir sem Náttúruverndarstofnun telur að séu undir töluverðu álagi sem einnig þurfi að fylgjast vel með og bregðast við á ýmsan hátt.

  • Bringur
  • Innan Friðlands að Fjallabaki: Stútur
  • Geysir
  • Háubakkar
  • Hleinar
  • Hlið
  • Hveravellir
  • Rauðhólar
  • Innan Bláfjallafólkvangs: Skíðasvæði
  • Innan Reykjanesfólkvangs: Leiðarendi, Sogin, Stapar og fjaran við Kleifarvatn
  • Tröllabörn
  • Tungufoss
Ljósmyndarar Hraunfossum