Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Veiðikort

Öll sem stunda veiðar á fuglum og spendýrum hér á landi þurfa að hafa veiðikort. Til að fá veiðikort í fyrsta sinn þarf að taka námskeið og standast próf.

Grágæs á flugi með jökul í baksýn

Veiðikort er nauðsynlegt til veiða á Íslandi. Veiðikort fæst fyrst eftir námskeiðssetu og að hafa staðist próf og er svo endurútgefið árlega til þeirra sem skila inn veiðiskýrslu en heimilt er að sleppa endurnýjun kortsins í allt að 10 ár ef ekki er farið til veiða á því tímabili.

Sitja þarf bæði veiðikortanámskeið og skotvopnanámskeið.

Tvær hvítar rjúpur sitja á steini
Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Hvenær þarf að skila veiðiskýrslu til að fá veiðikort endurnýjað?

Veiðikortið gildir að jafnaði frá 1. apríl eða öðrum útgáfudegi til 31. mars næsta árs. Það er, ef þú ert með veiðikort 2025 gildir það frá 1. apríl 2025 – eða þeim degi sem þú kaupir það eftir 1. apríl – til 31. mars 2026. Skilyrði fyrir endurnýjun veiðikorts eru skil á veiðiskýrslu undangengins veiðiárs.

Þar sem veiðikortið er í gildi á tveimur árum þarf veiðikorthafi að skila inn veiðiskýrslum í tvö ár fyrir hvert veiðikort. Veiðikortið kostar 3.500 krónur en ef veiðiskýrslu er skilað eftir 1. apríl hækkar það um 1.500 krónur.

Veiðikorthafa er skylt að skila inn veiðiskýrslu hvort sem hann veiddi eitthvað eða ekki og eins þó hann hyggist ekki endurnýja veiðikortið.

Veiðikorta- og skotvopnanámskeið

Líkt og segir hér að ofan þarf að vera með skotvopnaleyfi og veiðikort til þess að mega veiða í náttúru Íslands. Nálgast má upplýsingar um veiðikorta- og skotvopnanámskeið með því að smella á örina hér að neðan.

Veiðikortið er rafrænt

Útgáfu plastveiðikorta verður hætt frá og með 1. janúar 2026. Veiðikortið er aðgengilegt í smáforritinu (appinu) Ísland.is. Stafrænt veiðikort birtist sjálfkrafa á Mínum síðum Ísland.is hjá þeim sem hafa réttindin. Ef það birtist ekki hafið þá sambandi við island@island.is.

Spurt og svarað