Kort af þjóðlendum
Nálgast má upplýsingar um þjóðlendulínur á vefsíðu Óbyggðanefndar undir yfirlitskort. Einnig má finna þær í Vefsjá Alta.
Ríkisjarðir utan þjóðlendna
Veiðar eru almennt ekki leyfðar á ríkisjörðum sem ekki eru þjóðlendur nema það sé sérstaklega auglýst eða gefið leyfi til slíks af umsjónaraðila, umráðanda eða ábúanda hverju sinni. Veiðar eru ekki leyfðar á jörðum sem eru án umráðanda og eru í umsjá Ríkiseigna.