Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Teista

Teista er svartfugl sem ber nafn með rentu. Hún var friðuð fyrir veiðum árið 2017.

Teista á steini

Fræðiheiti: Cepphus grylle
Veiðitímabil: Friðuð, veiðar óheimilar
Eggjataka: Hefð fyrir eggjatöku háð hlunnindarétti
Válisti Náttúrufræðistofnunar: VU – Í nokkurri hættu
Heimsválisti: LC – Ekki í hættu

Teista verpir meðfram ströndum landsins, helst í klettaskorum eða sprungum en einnig í syllum. Teista var friðuð fyrir veiðum árið 2017. Stofnstærð er ekki vel þekkt og er ekki vöktuð beint, en stofninn var talinn um 10-15 þúsund pör um aldamót.

Teista er auðgreinanleg frá öðrum svartfuglum á sumrin þar sem hún er svört á bringunni og kviðnum en aðrir svartfuglir hér á landi eru hvítir þar. Á veturna verður hún ljósari en aðrir svartfuglar. Einnig eru hárauðir fætur hennar áberandi.

Teista á klöpp

Friðun teistu

Teista var friðuð fyrir skotveiðum árið 2017. Stofninn er lítill miðað við aðra svartfuglastofna hér á landi og var talinn í þónokkurri rénun. Teista var talin aukaafli í veiði á öðrum svartfugli en þó með hátt veiðihlutfall.