Hrísgrjónabrjóst (holdmæra)
Holdmæra (l. Sarcocystis) er frumudýr sem veldur sjúkdómi í fuglum sem kallast Sarcocystosis. Skotveiðimenn hér á landi hafa orðið varir við sjúkdóminn í bringuvöðva andfugla sem þeir hafa skotið en sníkjudýrið getur fundist í öllum grasbítum á Íslandi. Vefjaþolhjúpar sníkjudýrsins sjást oft í bringukjöti sýktra fugla og minna á hrísgrjón í útliti og hefur sjúkdómurinn þess vegna verið kallaður rice breast á ensku og hrísgrjónabrjóst á íslensku. Sníkjudýrið hefur ekki nein veruleg heilsufarsleg áhrif á fuglana og smitast ekki yfir í fólk. Eldun á fuglunum drepur holdmærurnar en þessi sníkjudýr eru yfirleitt mjög hýsilsérhæfð.
Náttúruverndarstofnun óskar eftir tilkynningu frá veiðimönnum sem verða varir við hrísgrjónabrjóst í veiddum fuglum.
Tilkynna grun um sjúkdóm í fugli
Vinsamlegast tilkynnið Matvælastofnun ef villtur fugl finnst dauður eða veikur og grunur er um sjúkdóm. Sjá frekari upplýsingar á vefsíðu MAST.
