Náttúruverndarstofnun starfrækir samráðsnefndina sem er skipuð til þriggja ára. Í henni sitja tveir fulltrúar frá Náttúruverndarstofnun, annar þeirra formaður, og einn fulltrúi frá Bændasamtökum Íslands, Skotveiðifélagi Íslands (SKOTVÍS), Náttúrufræðistofnun, Samtökum náttúrustofa og frjálsum félagasamtökum á sviði náttúruverndar.

Hlutverk nefndarinnar
Nefndin stuðlar að styrkingu faglegrar veiðistjórnunar á villtum dýrum með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi, beitir sér fyrir innleiðingu verndar- og veiðiáætlana fyrir íslenska veiðistofna og þróar verklag og ferla til ákvarðanatöku um vernd og veiðar.
Starfsreglur nefndarinnar byggjast á 11. grein laga númer 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og verklagsreglum vegna ráðstöfunar tekna af sölu veiðikorta, sem settar voru af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 2016.
Nefndin
Skúli Þórðarson
Formaður, Náttúruverndarstofnun
Bjarni Jónasson
Náttúruverndarstofnun
Arne Sólmundsson
SKOTVÍS
Lilja Jóhannesdóttir
Náttúrustofa Suðausturlands
Ásgeir Helgi Jóhannsson
Bændasamtök Íslands
Ellen Magnúsdóttir
Fuglavernd (frjáls félagasamtök á sviði náttúruverndar)
Ester Rut Unnsteinsdóttir
Náttúrufræðistofnun
