Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Félag leiðsögumanna

Stofnfundur Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum (FLH) var haldinn á Egilsstöðum föstudaginn 14. febrúar 2003. Alls mættu á milli 40 og 50 leiðsögumenn með hreindýraveiðum á fundinn.

Meðal helstu hlutverka félagsins eru að stuðla að því að leiðsögn með hreindýraveiðum verði faglegt og sérhæft starf og að hreindýraveiðar á Íslandi verði stundaðar af fagmennsku og virðingu fyrir bráðinni og umhverfinu. Einnig er félagið málsvari félagsmanna út á við og gagnvart stjórnvöldum. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Skúli Magnússon, leiðsögumaður með hreindýraveiðum, fasanabóndi og hreindýraveiðimaður.

Tveir menn skoða landakort

Stjórn FLH

  • Formaður

    Jón Hávarður Jónsson

  • Varaformaður

    Jónas Hafþór Jónsson

  • Ritari

    Grétar U. Karlsson

  • Gjaldkeri

    Vigfús H. Jónsson

  • Meðstjórnandi

    Aðalsteinn Hákonarson

  • Varamenn

    Guðmundur Valur Gunnarsson og Skúli Heiðar Benediktsson

Starfsnefndir FLH

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar FLH verður skipað í starfsnefndir eins og mælt er fyrir í lögum félagsins.

  • Siðanefnd
  • Fræðslunefnd
  • Laganefnd
  • Hornamælingarnefnd

Félagsmenn í FLH eru nú skráðir 101 og er það mjög hátt hlutfall þeirra sem voru með starfsleyfi sem leiðsögumenn á síðasta veiðitímabili. Félagið gefur reglulega út fréttabréf sem sent er félagsmönnum. Félagið hefur haldið skyndihjálparnámskeið fyrir sína félaga og einnig séð um tryggingamál þeirra í starfi.

Lög og siðareglur FLH

Hér má nálgast lög FLH og siðareglur leiðsögumanna.