Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Viðey í Þjórsá

Viðey sérstök birkivaxin eyja í Þjórsá. Birkiskógurinn er gróskumikill og lítt snortinn þar sem hann hefur fengið að vaxa án teljandi árhifa mannsins

Aðgengi og upplýsingar

Viðey í Þjórsá er sérstök meðal annars vegna þeirrar umgerðar sem straumþung áin veitir. Öðrum en landeigendum er óheimilt að fara í land í Viðey nema að fengnu leyfi Náttúruverndarstofnunar til rannsókna, vöktunar og eftirlits.

Friðlýsing

Viðey í Þjórsá var friðlýst 24. ágúst 2011 sem friðland. Eyjan er 3,37 hektarar að stærð.

Markmið friðlýsingarinnar er að vernda náttúrulegan, lítt snortinn og gróskumikinn birkiskóg ásamt því lífríki sem honum fylgir. Einnig er markmið friðlýsingarinnar að vernda erfðaeiginleika og erfðafjölbreytileika birkisins og annars gróðurs í eynni. Markmið friðlýsingarinnar er enn fremur að treysta verndargildi Viðeyjar í Þjórsá, sérstaklega vísinda- og fræðslugildi. Í Viðey hafa fundist yfir 70 háplöntutegundir, þar af tvær tegundir sjaldgæfar á landsvísu.

Með friðlýsingu Viðeyjar í Þjórsá er verið að styrkja líffræðilega fjölbreytni vistgerða og vistkerfa svæðisins með því að vernda tegundir plantna og annarra lífvera ásamt erfðaauðlindum sem tegundirnar búa yfir og búsvæði þeirra. Í friðlýsingarskilmálunum segir m.a. að ef af virkjunum verði í neðri Þjórsá muni Umhverfisstofnun sjá til þess að friðlandið verði girt af til að vernda lífríki svæðisins fyrir mönnum og dýrum.