Aðgengi og upplýsingar
Vestmannsvatn er staðsett í Reykjadal á norðausturlandi og liggur við þjóðveg nr. 845. Vatnið er um 2.4 km2 að flatarmáli og um 3 m djúpt að meðaltali. Mesta dýpi er um 10 m.
Veiði er heimil í vatninu fyrir handhafa veiðikortsins. Í vatninu er aðallega bleikja og urriði, auk einstakra laxa sem veiðast jafnan á hverju sumri. Mikið er af fiski í vatninu og veiðimöguleikar mjög góðir fyrir alla fjölskylduna.
Friðlýsing
Vestmannsvatn var friðlýst árið 1977 sem friðland. Stærð friðlandsins er 562,9 hektarar.
