Aðgengi og upplýsingar
Teigarhorn er við Berufjörð. Sé komið að norðan er svæðið um það bil 3 km áður en komið er að afleggjara að Djúpavogi. Bílastæði fyrir gesti svæðisins eru við íbúðarhús, en einnig er útskot af veginum í Eyfreyjunesvík, rétt fyrir utan friðlýsta svæðið þegar komið er fram hjá bænum þar sem útsýni er yfir svæðið.
Á Teigarhorni er sýningarskáli sem hýsir sýningu geislasteina frá svæðinu sem opin er fyrir gesti svæðisins. Í sýningarskálanum er einnig salernisaðstaða. Á jörðinni er dúnkofi þar sem landvörður hefur reglulega fræðslu um æðarfugl og dúntekju yfir sumartímann.
Umsjón og eftirlit með svæðinu er í höndum Múlaþings og starfar landvörður á svæðinu.
Nánari upplýsingarmá finna á heimasíðu Teigarhorns
Friðlýsing
Teigarhorn var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 en svæðið einn þekktasti fundarstaður geislasteina (zeólíta) í heimi. Markmið friðlýsingarinnar eða varðveita og viðhalda náttúrulegu ástandi svæðisins með tilliti til þeirra jarðlaga sem eru ríka af geislasteinum.
Jörðin Teigarhorn hlaut einnig friðlýsingu 15. apríl 2013 sem fólkvangur. Jörðin Teigarhorn er þekkt fyrir jarðmyndanir og atvinnu- og menningarsögu. Markmið með friðlýsingu jarðarinnar er að tryggja útivistarsvæði í fögru umhverfi þar sem gestum gefst tækifæri á að kynnast sérstakri náttúru svæðisins og sögu jarðarinnar Teigarhorns.
Fólkvangurinn er 2010 hektarar að stærð.
