Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Hlutverk og skipurit

Náttúruverndarstofnun vinnur að verndun og vöktun náttúru Íslands. Stofnunin þjónustar bæði náttúruna og samfélagið með því að stuðla að sjálfbærri nýtingu og auknum skilningi á náttúru landsins.

Helstu verkefni

  • Friðlýst svæði og náttúruvernd

    Umsjón með friðlýstum svæðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs og öðrum svæðum sem falla undir verndaráætlun. Stjórnun veiða á villtum fuglum og villtum spendýrum og lífríkisvernd.

  • Fræðsla og samvinna

    Upplýsingagjöf og fræðsla til almennings um náttúruvernd. Samstarf við sveitarfélög, stofnanir og félagasamtök um verndun náttúru og landslags.

  • Stefnumótun og ráðgjöf

    Þátttaka í mótun stefnu og áætlana um náttúruvernd. Ráðgjöf til stjórnvalda og annarra aðila um verndun náttúru og nýtingu náttúruauðlinda.