Aðgengi og upplýsingar
Spákonufellshöfði er vestan við byggðina á Skagaströnd og nær niður að sjó auk þess sem sker úti fyrir höfðanum tilheyra fólkvanginum.
Bílastæði er við endann á Einbúastíg á Skagaströnd og þaðan liggja gönguleiðir um höfðann. Gönguleiðakort er á skilti við bílastæðið. Á gönguleiðinni er að finna fuglaskoðunarhús.
Umsjón og rekstur fólkvangsins Spákonufellshöfða er í höndum Sveitarfélags Skagastrandar.
Friðlýsing
Fólkvangurinn Spákonufellshöfði var friðlýstur árið 198o. Stærð fólkvangsins er 22,5 hektarar. Markmiðið með friðlýsingu fólkvanga er að auðvelda almenningi aðgang að náttúru og tengdum menningarminjum í nánd við þéttbýli til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu.
