Fræðsla
Mikið fuglalíf er í Skrúði og má þar helst nefna feiknastóra lundabyggð sem nær alþjóðlegum verndarviðmiðum ásamt langvíuvarpi. Þar er einnig að finna þriðju stærstu súlubyggð landsins og töluvert af ritu. Fuglinn gerir eyjuna græna með áburði sumar og vetur og ber hún því nafn með rentu.
Fyrrum var róið úr Skrúðnum og höfðust vermenn þá við í Skrúðshelli. Miklar nytjar voru af fuglalífi eyjunnar fyrrum.
Friðlýsing
Skrúður og næsta nágrenni var friðlýst árið 1995 sem friðland. Heildarflatarmál friðlandins er 196,6 hektarar.
Óheimilt er að fara í eyna án leyfis ábúanda.
