Aðgengi
Skógafoss er í alfaraleið við þjóðveg og er einn allra fjölsóttasti áfangastaður ferðamanna á leið um suðurströndina.
Friðlýsing
Skógafoss, ásamt Skógaá og næsta nágrennis hennar, var friðlýstur árið 1987 sem náttúruvætti. Heildarflatarmál hins friðlýsta svæðis er 1,84 km2.
Samkvæmt aðferðafræði alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN, um flokkun friðlýstra svæða þá flokkast Skógafoss undir flokk III.
