Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Seljahjallagil

Seljahjallagil, Bláhvammur, Þrengslaborgir og nágrenni er friðlýst sem náttúruvætti en er að finna merkar minjar frá jarðeldunum sem skópu Mývatn og umgjörð þess. Í Seljahjallagili er að finna afar fjölbreyttar stuðlabergsmyndanir.

Aðgengi og upplýsingar

Náttúruvættið er staðsett suðaustan við Mývatn, norða við Bláfjall. Þangað liggur slóði sem er aðeins fær fjórhjóladrifnum jeppum að sumri. Stikuð gönguleið liggur inn Seljahjallagil sem er um 5 km löng með um 100 m hækkun.

Landverðir í Mývatnssveit sinna eftirliti með svæðinu.

Friðlýsing

Seljahjallagil, Bláhvammur, Þrengslaborgir og nágrenni í Skútustaðahreppi var friðlýst sem náttúruvætti árið 2012. Friðlýsta svæðið er 1.880,7 hektarar að stærð.

Markmiðið með friðlýsingu Seljahjallagils, Bláhvamms, Þrengslaborga og nágrennis sem náttúruvættis er að vernda sérstæðar jarðmyndanir, auk þess sem svæðið hefur mikið fræðslu- og útivistargildi. Náttúruvættið tekur einnig til búsvæðaverndar fálka í Mývatnssveit að hluta.