Aðgengi og upplýsingar
Ósland er eyja með landbrú við Höfn í Hornafirði. Bílastæði eru á Óslandshæð og einnig við enda Óslandsvegar næst Hornafirði. Göngustígur liggur frá bílastæðinu í kringum eyjuna.
Umsjón fólkvangsins er í höndum Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Fræðsla
Friðlýsing
Fólkvangurinn Ósland var friðlýstur árið 1982 en friðlýsingin var endurskoðuð árið 2011. Stærð fólkvangsins er 16,9 hektarar. Markmiðið með friðlýsingunni er að tryggja svæði til útivistar og útikennslu í náttúrufræðum í sveitarfélaginu Hornafirði. Einnig er markmiðið að tryggja verndun sérstakra jarðmyndana og fjölbreytts fuglalífs.
Fólkvangurinn Ósland flokkast í V flokk verndarsvæða samkvæmt skilgreiningum Alþjóða náttúruverndarsamtakanna IUCN.
