Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Krossanesborgir

Svæðið er alsett klettaborgum eða stuttum klappaásum. Bergrunnurinn er mótaður af ísladarjöklinum og má því sjá jökulsorfnar klappir og hvalbök.

Aðgengi og upplýsingar

Krossanesborgir eru staðsettar í Eyjafirði, norðan við Akureyri.

Náttúruverndarnefnd Akyreryar hefur umsjón og eftirlit með fólkvanginum.

Fræðsla

Friðlýsing

Krossanesborgir voru friðlýstar sem fólkvangur árið 2005. Markmiðið er að vernda svæðið til útivistar almennings, náttúruskoðunar og fræðslu. Auk þess er verndaður mikilvægur varpstaður fjölda fuglategunda, búsvæði sjaldgæfra plöntutegunda og sérstæðar jarðmyndanir og þannig stuðlað að varðveislu líffræðilegrar og jarðfræðilegrar fjölbreytni. Stærð fólkvangsins er 114,8 hektarar.