Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Kringilsárrani

Kringilsárrani er sérstæð og gróin landspilda. Brúarjökull hefur mótað Ranann og jökulminjar eru greinilegar og liggja jökulgarðar yfir ranann þverann. Gróðursamfélagið er sérstætt, til að mynda eru þar sérkennilegar þyrpingar af hattsveppum.  

Aðgengi og upplýsingar

Kringilsárrani er háslétta í 625-700 m hæð á austur-Miðhálendinu. Hún er innsti hluti Brúaröræfa og afmarkast af Brúarjökli, Hálslóni og Kringilsá.

Kringilsárrani er í umsjá Vatnajökulsþjóðgarðs og er eftirliti og annarri starfsemi sinnt af starfsfólki á austursvæði þjóðgarðsins. 

Friðlýsing

Kringilsárrani var friðlýstur árið 1975 sem friðland og var friðlýsingin endurskoðuð árið 2003. Stærð friðlandsins er 6372,3 hektarar.