Aðgengi og upplýsingar
Kringilsárrani er háslétta í 625-700 m hæð á austur-Miðhálendinu. Hún er innsti hluti Brúaröræfa og afmarkast af Brúarjökli, Hálslóni og Kringilsá.
Kringilsárrani er í umsjá Vatnajökulsþjóðgarðs og er eftirliti og annarri starfsemi sinnt af starfsfólki á austursvæði þjóðgarðsins.
Friðlýsing
Kringilsárrani var friðlýstur árið 1975 sem friðland og var friðlýsingin endurskoðuð árið 2003. Stærð friðlandsins er 6372,3 hektarar.
