Aðgengi og upplýsingar
Kattarauga er staðsett í Vatnsdal, við veg nr. 722. Útskot er við svæðið sem hægt er að leggja og hellulagður göngustígur að tjörninni.
Friðlýsing
Kattarauga var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Stærð náttúruvættisins er 0,01 hektarar. Markmiðið með friðlýsingunni er að vernda tjörnina Kattarauga, hólmana sem í henni eru og tjarnarbakkana.
