Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Kalmanshellir

Umferð um hellinn er háð sérstöku leyfi Náttúruverndarstofnunar.

Umferð um hellinn er háð sérstöku leyfi Náttúruverndarstofnunar. Hluti hellisins er lokaður öllum og umferð alfarið óheimil nema brýnir almannahagsmunir séu í húfi að mati Umhverfisstofnunar og umsjónaraðaðila.  

Friðlýsing

Kalmanshellir er í Hallmundarhrauni og var friðlýstur 2011. Hellakerfið er um 4 km og er friðlýst sem náttúruvætti. Kalmanshellir er lengsti hraunhellir sem vitað er um. Hellirinn er afar margbreytilegur en þar skiptast á víðir geimar og þröngar rásir, töluvert mörg op er á yfirborðinu. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda einstæðar jarðmyndanir hellisins og hellakerfið allt og koma í veg fyrir skemmdir á jarðmyndunum.