Aðgengi og upplýsingar
Hveravellir eru staðsettir á Kili, sem er hálendissvæðið milli Langjökuls og Hofsjökuls, innan Austur-Húnavatnssýslu. Hægt er að komast að Hveravöllum eftir Kjalvegi (vegur 35) bæði að sunnan og norðan. Allar ár hafa ýmist verið brúaðar eða settar í ræsi og eru engar stærri hindranir á veginu. Vegurinn verður þó oft slæmur á sumrin vegna þvottabretta.
Heit laug er á svæðinu sem nýtir affallsvatn af hverasvæðinu.
Friðlýsing
Hveravellir voru friðlýstir sem náttúruvætti 1960 og var friðlýsingin endurskoðuð árið 1975. Stærð náttúruvættisins er 5,3 km2. Svæðið var friðlýst meðal annars vegna þess hve einstakt hverasvæðið þótti vera og álitu margir að á Hveravöllum væri að finna fegurstu vatnshveri Íslands.
