Aðgengi og upplýsingar
Hverfjall er hringlaga gígur sem nær frá 80 - 170 m yfir flatlendið umhverfis en hæsti punktur þess er í 452 m hæð yfir sjávarmáli. Hverfjall er staðsett í Mývatnssveit um 2 km suðaustan við Vogahverfið. Vegur liggur að fjallinu frá þjóðveginum.
Landeigendur hafa umsjón með svæðinu og sinna salernig og bílastæði. Þjónustugjald er innheimt á svæðinu af landeigendum.
Friðlýsing
Hverfjall var friðlýst sem náttúruvætti árið 2011 og var friðlýsingin endurskoðuð í nóvember 2024 og svæðið stækkað í samráði við landeigendur. Hið friðlýsta svæði er 3.78 km2 að stærð.
Markmiðið með friðlýsingu Hverfjalls sem náttúruvættis er að vernda sérstæðar jarðmyndanir. Jafnframt er það markmið með friðlýsingunni að varðveita jarðmyndanir svæðisins vegna mikils fræðslugildis og útivistargildis. Gígurinn er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem um Mývatnssveit fara.
Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Hverfjall er í vinnslu: Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir náttúruvættið Hverfjall í kynningu — Nattura
