Friðlýsing
Hverastrýturnar voru friðlýst sem náttúruvætti árið 2007. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda sérstæðar jarðmyndanir og lífríki, líffræðilega fjölbreytni og einstök náttúrufyrirbrigði sem felst í myndun hverastrýtanna, efnasamsetningu, útliti og lögun, þar með talið örveruvistkerfi sem þar þrífst við óvenjulegar aðstæður.
Hverastrýturnar eru staðsettar í Eyjafirði norður af Arnarnesnöfumá um það bil 65 m dýpi og nær önnur upp á ~33 m og hin upp á ~15 m dýpi. Sérstaða strýtanna felst meðal annars í hæð þeirra sem er óvenjulega mikil eða allt að 10 metra háar.
