Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Hraun í Öxnadal

Hraun í Öxnadal er fæðingarstaður Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings. Yfir bænum gnæfir hinn mikilfenglegi Hraundrangi og í Vatnsdalnum ofan við Hraun er Hraunsvatn.

Aðgengi og upplýsingar

Fólkvangurinn er staðsettur í Öxnadal, austan við þjóðveginn. Menningarfélagið Hraun í Öxnadal ehf. á jörðina. Í Hrauni hefur verið innréttuð íbúð fyrir skáld, rithöfunda og fræðimenn og opnaður fólkvangur og útivistarsvæði fyrir almenning. Húsið er ekki opið fyrir almenningi, nema þegar það er auglýst sérstaklega.

Umsjón og rekstur fólkvangsins skal vera í höndum þriggja manna umsjónarnefndar sem skipuð er einum fulltrúa Hörgárbyggðar, einum fulltrúa Hrauns í Öxnadal ehf. og einum fulltrúa Náttúruverndarstofnunar.

Friðlýsing

Hraun í Öxnadal var friðlýst sem fólkvangur árið 2007. Stærð fólkvangsins er 2286,3 hektarar.

Markmiðið með friðlýsingu hluta jarðarinnar Hrauns í Öxnadal er að vernda svæðið til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu. Verndargildi svæðisins byggir á því að landslag og náttúrufar, sérstaklega jarðmyndanir, eru mjög fjölbreytt og eru þar m.a. mikilvægar minjar um horfna búskaparhætti.Markmið friðlýsingarinnar er jafnframt að auðvelda umgengni og kynni af menningarminjum og bókmenntaarfi þjóðarinnar, en þar fæddist skáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson.