Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Herdísarvík

Í Herdísarvík var þekkt verstöð og enn má sjá rústir þeirra. Víkin ber nafn sitt af skessunni Herdísi, systur Krýsu sem bjó í Krýsuvík. Óvinskapur var með þeim systrum og bitnaði ófriðurinn meðal annars á náttúrugæðum í sveitinni. Fjölskrúðugt dýralíf er í víkinni.

Aðgengi og upplýsingar

Herdísarvík stendur við samnefnda breiða og opna vík, vestast í Selvogi, austan við Krýsuvík. Vegslóði liggur út frá Suðurstrandarvegi (427) að svæðinu. Fornar þjóðleiðið eru á svæðinu, meðal annars milli Krýsuvíkur og Herdísarvíkur.

Fræðsla

Herdísarvík var áður stórbýli í Selvogi en er nú komið í eyði. Einar Benediktsson (1864-1940) skáld bjó í Herdísarvík síðustu æviár sín. Hann gaf Háskóla Íslands jörðina árið 1935.

Þjóðsögur segja að Herdísarvík heiti eftir Herdísi nokkurri er bjó þar en systir hennar Krýs eða Krýsa bjó í Krýsuvík. Áttust þær illt við og lögðu hvor á aðra. Mælti Krýs svo um að tjörnin í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða úr sér störinni og brjóta bæinn en allur silungur verða að hornsílum. Herdís mæltu aftur svo um að allur silungur í Kleifarvatni yrði að loðsilungi.

Minja- og örnefnauppdráttur af Herdísarvík.

Fróðleikur um Herdísarvík úr Morgunblaðinu frá 2020

Friðlýsing

Herdísarvík var friðlýst sem friðland árið 1988 og er stærð friðlandsins 4,218 hektarar.