Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Helgustaðanáma

Helgustaðanáma er ein frægasta silfurbergsnáma í heimi en þar var silfurberg grafið úr jörðu frá því á 17. öld og fram á fyrri hluta 20. aldar. Enskt heiti silfurbergs er Iceland spar og er náttúrufyrirbærið kennt við Ísland á fjölmörgum tungumálum. 

Aðgengi og upplýsingar

Aðkoma að Helgustaðanámu er við þjóðveg 954 og þar er bílastæði og salerni sem er opið yfir sumartímann. Frá bílastæði er stígur sem síðan skiptist í tvennt og liggur þannig að sitthvoru námuopinu.

Verndargildi svæðisins er fólgið í þeim jarðminjum sem þar finnast sem eru sérstakar eða einstakar á lands- eða heimsvísu en náttúruvættið er einn helsti fundarstaður silfurbergs í heiminum.

Landverðir á Austurlandi hafa eftirlit og umsjón með svæðinu.

Má bjóða þér í heimsókn?

Þrívíddarferðalag í Helgustaðanámu

Friðlýsing

Helgustaðanáma var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Svæðið er 0,9 hektarar að stærð. Markmiðið með friðlýsingu Helgustaðanámu er að varðveita og viðhalda náttúrulegu ástandi svæðisins, einkum með tilliti til þeirra jarðlaga sem eru rík af silfurbergi. Helgustaðanáma er eins og áður segir friðlýst sem náttúruvætti og flokkast því í III flokk verndarsvæða samkvæmt skilgreiningum Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (IUCN).