Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Guðlaugs- og Álfgeirstungur

Svæðið hefur mjög hátt alþjóðlegt verndargildi og hefur verið Ramsarsvæði frá 2013 ásamt því að vera á skrá yfir alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði.

Aðgengi og upplýsingar

Guðlaugs- og Ásgeirstungur eru á norðanverðum Kili. Friðlandið nær frá Hofsjökli niður að ármótum Blöndu og Haugakvíslar í suðausturhorni Blöndulóns.

Innan friðlandsins er öll umferð um varplönd heiðagæsar bönnuð frá 1. maí til 20. júní. 

Fræðsla

Friðlýsing

Guðlaugstungur, ásamt Svörtutungum og Álfgeirstungum (Ásgeirstungur) voru friðlýstar sem friðland árið 2005. Stærð friðlandsins er 398,2 km2. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda víðfemt og gróskumikið votlendi, sem jafnframt er eitt stærsta og fjölbreyttasta rústasvæði landsins. Yfir 23.000 pör heiðagæsa verpa á svæðinu og er það stærsta heiðagæsavarp í heiminum.