Aðgengi og upplýsingar
Gerpissvæðið er landsvæði milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar. Vegir liggja í Vöðlavík og Viðfjörð sem er fær fjórhjóladrifnum bílum yfir sumartímann meðan vegirnir eru opnir.
Friðlýsing
Friðlýsingin var hluti af átaki í friðlýsingum en Gerpissvæðið var tilnefnt á náttúruverndaráætlun 2009-2013. Friðlýsta svæðið er verndað sem landslagsverndarsvæði og hefur hátt verndargildi sem byggir á mikilvægi jarðminja, landslags, útivistargildis og menningarsögu. Innan svæðisins eru einnig stór svæði sem bera einkenni óbyggðra víðerna auk þess sem þar er að finna búsvæði sjaldgæfra plöntutegunda og fugla. Á svæðinu er mikilfenglegt landslag og hefur það hátt útivistar- og fræðslugildi vegna náttúrufars og sögu. Friðlýsta svæðið er 121,24 km2.
