Aðgengi og upplýsingar
Til að komast í fólkvang Neskaupstaðar er ekið eftir Norðfjarðarvegi nr. 50, þá eftir Egilsbraut, Nesgötu og loks Bakkavegi. Bílastæði er við enda vegarins, en þar hefjast gönguleiðir um fólkvanginn.
Svæðið er í umsjón Fjarðabyggðar.
Friðlýsing
Friðlýsing fólkvangs Neskaupstaðar var samþykkt árið 1972 og var fólkvangurinn sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Fólkvangurinn er 318,4 hektarar að stærð.
