Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Kasthúsatjörn og aðliggjandi fjara

Tjörninm fjaran og aðliggjandi sjávarsvæði eru sérstaklega áhugaverð til náttúruskoðunar svo sem fugla- og fjöruskoðunar.

Tjörnin býr yfir líffræðilegri fjölbreytni og ríku fuglalífi. Fjaran og aðliggjandi sjávarsvæði eru sérstaklega áhugaverð til náttúruskoðunar svo sem fugla- og fjöruskoðunar.

Friðlýsing

Hluti Kasthúsatjarnar og umhverfi hennar á Álftanesi var friðlýst sem friðland árið 2002 og er markmið með friðlýsingunni að vernda tjörnina með fjölskrúðugu fuglalífi hennar og lífríki, en tjörnin er strandtjörn, grunn og lífrík. Aðliggjandi fjara við Kasthúsatjörn var friðlýst sem fólkvangur sama ár. Markmið með friðlýsingu fjörunnar sem fólkvangs er að tryggja landsvæði til útivistar og almenningsnota.