Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Díma í Lóni

Díma er er klapparhæð á aurum Jökulsár í Lóni, með fjölbreyttum gróðri. Díma hefur verið eyja í Jökulsá og ber merki þess að vera sorfin af ánni. 

Aðgengi og upplýsingar

Klettaborgin Díma er landamerki milli jarðanna Stafafells og Þórisdals. Lóðrétt standberg er norðanmegin, þar sem áin rennur í dag. Vestur-, suður- og austurhlíðar klettaborgarinnar eru einnig snarbrattar en einungis er greiðfær leið upp að suðvestanverðu, frá varnargarðinum sem tengir Dímu við Dalsfjall.

Friðlýsing

Díma í Lóni var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 og girt af. Stærð náttúruvættisins er 6,4 hektarar.