Aðgengi og upplýsingar
Fólkvangurinn Böggvistaðafjall er staðsett í fjallshlíðunum fyrir ofan Dalvík. Þar er rekið Skíðasvæði á veturnar af Dalvíkurbyggð og er aðgengi að svæðinu því gott.
Friðlýsing
Böggvistaðafjall var friðlýst sem fólkvangur árið 1994 og friðlýsingin var endurnýjuð 2011. Stærð fólkvangsins er 305,9 hektarar. Umsjón og rekstur fólkvangins er í höndum Dalvíkurbyggðar.
