Bláfjallafólkvangur er í næsta nágrenni við stærstu sveitarfélög landsins og er aðgengi að svæðinu nokkuð gott. Innan fólkvangsins er rekið skíðasvæði í Bláfjöllum með skíðalyftum og troðnum gönguskíðabrautum.
Aðgengi og þjónusta
Friðlýsing
Bláfjallafólkvangur var fyrst friðlýstur árið 1973, en friðlýsingin var endurskoðuð árið 1985. Að fólkvanginum koma sveitarfélögin Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes, Hafnarfjörður, Garðabær, Sandgerði, Grindavík, Sveitarfélagið Garður, Sveitarfélagið Vogar, Reykjanesbær og Mosfellsbær. Stærð svæðisins er 90,4 km2.
Bláfjallafólkvangur var friðlýstur árið 1973, en friðlýsingin var endurskoðuð með auglýsingu nr. 173 í Stjórnartíðindum B. árið 1985.
Umsjón með fólkvanginum er í höndum samvinnunefndar sem skipuð er fulltrúum Reykjavíkur, Kópavogs, Seltjarnarness, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Sandgerðis, Grindavíkur, Sveitarfélagsins Garðs, Sveitarfélagsins Voga, Reykjanesbæjar og Mosfellsbæjar.
