Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Andakíll

Einstakt verndarsvæði fugla sem er mikilvægur hlekkur í keðju lífsvæða farfugla á heimsvísu. Á svæðinu skulu náttúrulegir ferlar vera ríkjandi í sátt við nýtingu mannsins á svæðinu.

Aðgengi og upplýsingar

Friðlýsing

Hvanneyri var fyrst friðlýst sem búsvæði árið 2002 en árið 2011 var búsvæðið stækkað og fékk nafnið Andakíll. Markmið friðlýsingarinnar er að stuðla að varðveislu og viðhaldi náttúrulegs ástands fjölbreytts votlendis og búsvæða fjölmargra fuglategunda. Andakíll er Ramsar-svæði, sem þýðir að öll nýting á svæðinu skal vera með sjálfbærum hætti og vernda votlendi svæðisisn sem er mikilvægt lífsvæði fyrir fugla á lands- og heimsvísu.  Einnig er með friðlýsingunni tryggt aðgengi almennings að landsvæðinu til náttúruskoðunar og fræðslu. Ennfremur er markmið friðlýsingarinnar að tryggja möguleika á rannsóknum og vöktun á lífríki svæðisins með áherslu á búsvæði fugla og votlendi.