Aðgengi og upplýsingar
Til að komast að Álfaborg er keyrt eftir Borgarfjarðarvegi nr. 94. Auðveld gönguleið upp á Álfaborg hefst í nágrenni við tjaldsvæði í Bakkagerði. Uppi á Álfaborg er hringsjá sem sýnir fjallahringinn umhverfis Borgarfjörð eystri.
Eftirlit og umsjón með fólkvanginum er í höndum Borgarfjarðarhrepps.
Tjaldsvæðið í Bakkagerði er staðsett rétt við Álfaborg þar sem einnig er salernisaðstaða fyrir ferðamenn á tímabilinu 15. maí til 15. október. Ekki er gert ráð fyrir að tjaldað sé innan friðlýsta svæðisins.
Friðlýsing
Álfaborg var friðlýst sem fólkvangur árið 1976. Fólkvangurinn er 0,9 km2 að stærð.
