Á starfsdögum Náttúruverndarstofnunar var ákveðið að opna nýjan vef stofnunarinnar sem er í takt við merki og hönnunarhandbók. Vefur stofnunarinnar er áfram í vinnslu og verður eldri vefur Umhverfisstofnunar því aðgengilegur áfram.
Þann 1. janúar 2025 tók Náttúruverndarstofnun til starfa og tók meðal annars við verkefnum sem snúa að náttúruvernd, lífríkis- og veiðistjórnun hjá Umhverfisstofnun og starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs.
Vefir Vatnajökulsþjóðgarðs og Snæfellsjökulsþjóðgarðs eru enn á sínum stað.
