Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Umsagnir

Náttúruverndarstofnun hefur lögbundna umsagnarskyldu við mat á umhverfisáhrifum og við gerð skipulagstillagna. Einnig er leitað til stofnunarinnar eftir umsögum um umhverfismál og fleira þeim tengdum.

Umsagnir um mat á umhverfisáhrifum

Skipulagsstofnun leitar umsagna til ýmissa stofnana og stjórnvalda sem sinna lögbundnum verkefnum vegna matsskyldra framkvæmda eða umhverfisáhrifa þeirra. Náttúruverndarstofnun skrifar umsagnir um matsskylduákvarðanir og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Haldið er utan um allar umsagnir í Skipulagsgátt og þar er hægt að fylgjast með framgangi mála.

Mynd: Nína Aradóttir

Skip­u­lagstil­lögur

Í lögum um náttúruvernd kemur fram að þegar sveitarfélög gera svæðis- og aðalskipulagsáætlanir og gera verulegar breytingar á skipulagi og deiliskipulagi, þurfa þau að leita umsagnar um málin hjá Náttúruverndarstofnun. Þetta á líka við um allar framkvæmdir á náttúruverndarsvæðum og á svæðum sem njóta sérstakrar verndar. Í Skipulagsgátt má nálgast allar umsagnir Náttúruverndarstofnunar og fylgjast með framgangi mála frá upphafi til loka.

Minkur í snjó
Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Þingmál og sam­ráðs­gátt

Umsagnir eru oftast skrifaðar um lagafrumvörp eða tillögur til þingsályktunar að beiðni fastanefnda Alþingis en einnig að frumkvæði starfsfólks stofnunarinnar um þingmál eða mál í Samráðsgátt stjórnvalda. Þar eru sett fram áform um lagasetningu, drög að lagafrumvörpum, reglugerðir eða stefnur stjórnvalda.