Umsagnir um mat á umhverfisáhrifum
Skipulagsstofnun leitar umsagna til ýmissa stofnana og stjórnvalda sem sinna lögbundnum verkefnum vegna matsskyldra framkvæmda eða umhverfisáhrifa þeirra. Náttúruverndarstofnun skrifar umsagnir um matsskylduákvarðanir og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Haldið er utan um allar umsagnir í Skipulagsgátt og þar er hægt að fylgjast með framgangi mála.


Skipulagstillögur
Í lögum um náttúruvernd kemur fram að þegar sveitarfélög gera svæðis- og aðalskipulagsáætlanir og gera verulegar breytingar á skipulagi og deiliskipulagi, þurfa þau að leita umsagnar um málin hjá Náttúruverndarstofnun. Þetta á líka við um allar framkvæmdir á náttúruverndarsvæðum og á svæðum sem njóta sérstakrar verndar. Í Skipulagsgátt má nálgast allar umsagnir Náttúruverndarstofnunar og fylgjast með framgangi mála frá upphafi til loka.

Þingmál og samráðsgátt
Umsagnir eru oftast skrifaðar um lagafrumvörp eða tillögur til þingsályktunar að beiðni fastanefnda Alþingis en einnig að frumkvæði starfsfólks stofnunarinnar um þingmál eða mál í Samráðsgátt stjórnvalda. Þar eru sett fram áform um lagasetningu, drög að lagafrumvörpum, reglugerðir eða stefnur stjórnvalda.
