Þjónustugjald er innheimt á bílastæðum eða salernum á friðlýstum svæðum til að standa undir kostnaði sem fellur til á svæðinu svo sem vegna landvörslu, salerna, umhirðu sorps, uppbyggingu og viðhalds innviða.
Undanfarin ár hefur fjöldi gesta margfaldast sem heimsækja friðlýst svæði með auknu álagi á náttúru, innviði, landvörslu og þjónustu. Gjöldin eru því leið stofnunarinnar til að fjármagna aðgerðir til verndar náttúru.
Þjónustugjöld
Nánar um gjaldskrá
Parka Lausnir ehf er þjónustuaðili Náttúruverndarstofnunar og þar er hægt að greiða fyrir bílastæði, tjaldsvæði og önnur svæðisgjöld
Innheimta svæðisgjalda er þannig framkvæmd að tekin er ljósmynd af númeraplötu bifreiðar sem ekur inn á tiltekin bílastæði og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum stofnast krafa á eiganda bifreiðarinnar fyrir svæðisgjaldinu, sem unnt er að greiða eftir nokkrum leiðum. Einnig er hægt að greiða svæðisgjald í greiðsluvélum á bílastæðum.
